Honkenya peploides

Ættkvísl
Honkenya
Nafn
peploides
Ssp./var
ssp. diffusa
Höfundur undirteg.
(Hornem.) Hultén
Íslenskt nafn
Fjöruarfi (Smeðjukál)
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Lífsform
Fjöær jurt
Kjörlendi
Vex í fjörum, einkum í sandi eða möl.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.50 m
Vaxtarlag
Fremur hraðvaxta fjöruplanta með rótskeyttum ofanjarðarstönglum. Þar sem þeir eru oft huldir sandi verða þeir litlausir vegna ljósskorts. Stönglar og blöð hárlaus. Stönglar þéttblöðóttir, með tveim raufum að endilöngu, nær ferstrendir, uppréttir eða uppsveigðir og kvíslgreindir og geta orðið 10-50 sm að lengd og getur ein planta því stundum breitt svo úr sér, að hún nái allt að metra í þvermál.
Lýsing
Blöðin gulgræn, þykk og safarík, egglaga eða öfugegglaga, oddbaugótt, heilrend, stilklaus, gagnstæð, 1-2,5 sm á lengd og 5-15 mm á breidd. Blómin hvít, fimmdeild, stök eða í blómfáum skúf á greinaendum, 8-15 mm í þvermál. Krónublöðin, öfughjarta- eða spaðalaga, naglmjó. Bikarblöð álíka löng eða aðeins lengri en krónublöð, græn, egglaga og odddregin. Fræflar 10, ein fræva með þrem (til fjórum) stílum. Aldin hnöttótt, allstórt grænt hýðisaldin (ber) og var plantan því stundum nefnd berjaarfi. Yfirleitt sérbýli, þ.e. annaðhvort bara kvk blóm eða bara kk blóm á einstaklingum tegundarinnar. Blómgast í júní.LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekktur á þykkum, kjötkenndum og safaríkum, blöðum og á heimkynnum sínum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Nafnið berjaarfi er til komið af aldininu, sem er hnöttótt, en smeðjukál af bragði blaða.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengur kring um land allt. Fjöruarfinn getur vaxið nokkra kílómetra frá sjó, þar sem víðáttumiklir, samfelldir sandar ná inn í land frá fjörunni. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Japan, Pottúgal, Spánn, Stóra Bretland, N Ameríka.