Juncus alpinoarticulatus

Ættkvísl
Juncus
Nafn
alpinoarticulatus
Ssp./var
ssp. alpestris
Höfundur undirteg.
(Hartm.) Hämet-Ahti
Íslenskt nafn
Mýrasef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus alpinus Villars; Juncus. alpinoarticulatus subsp. americanus (Farwell) Hämet---Ahti; J. alpinoarticulatus subsp. fuscescens (Fernald) Hämet---Ahti; J. alpinus var. americanus Farwell; J. alpinus Villars; J. alpinus var. fuscescens Fernald; J. alpinus var. insignis Fries ex Buchenau; J. alpinus subsp. nodulosus (Wahlenberg) Lindman; J. alpinus var. rariflorus (Hartman) Hartmann; J. nodulosus Wahlenberg; J. rariflorus Hartmann; J. richardsonianus Schultes
Lífsform
Fjölær jurt (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í blautum flögum, skurðum og mýrum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.35 m
Vaxtarlag
Nokkuð breytileg tegund. Jarðstönglar stuttir og skriðulir með stinnum, uppréttum blöðum. Stráin upprétt, sívöl og oft rauðleit, með tveimur eða þrem stinnum, sívölum blöðum, 10-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin sívöl, 1-1 ,5 mm í þvermál, hol en með þverveggjum sem auðvelt er að finna fyrir, ef strokið er eftir endilöngum blöðunum. Blómin standa nokkur saman í allmörgum blómhnoðum á uppréttum, mislöngum leggjum. Blómhlífin 6-blaða, blómhlífarblöðin dökkbrún eða rauðbrún, hvassydd, 2-3,5 mm á lengd. Fræflar sex með ljósgula frjóhnappa. Frævan með þrem frænum. Hýðið svartbrúnt eða brúnt, odddregið með stuttri trjónu, oftast lengra en blómhlífin. Aldinið gljáandi, brúnt, a.m.k. í toppinn. Blómgast í júní-júlí. 2n = 40.LÍK/LÍKAR: Laugasef. Mýrasefið þekkist á uppréttari og grennri leggjum blómhnoðanna, minni blóm¬hnoðum, grennri stönglum og blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000090
Útbreiðsla
Algeng um land allt, utan hæstu hluta hálendisins.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía, Ástralía.