Juncus articulatus

Ættkvísl
Juncus
Nafn
articulatus
Íslenskt nafn
Laugasef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus articulatus var. obtusatus Engelmann; J. articulatus var. stolonifer (Wohlleben) House; J. lampocarpus Ehrhart ex Hoffmann
Lífsform
Fjölær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í blautum flögum, við laugar, vatnsfarvegi og í leðju í gömlum skurðum.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.10 - 0.40 m
Vaxtarlag
Jarðstönglar stuttir og skriðulir. Stráin gróf, oftast uppsveigð, með tveim til fimm blöðum, sem eru gróf með greinilegum hnútum og hliðflöt, 10-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin sívöl, 1-2,5 mm á breidd, hol innan með þverveggjum. Neðstu blaðslíðrin yfirleitt áberandi rauð.Blómin eru nokkur saman í allmörgum (3-10) blómhnoðum, á nokkuð útstæðum, mislöngum leggjum. Blómhlífin 6-blaða, blómhlífarblöðin oddhvöss, græn í fyrstu, en verða rauðbrún, ydd, 3-4 mm á lengd. Fræflar 6, frævan með 3 frænum. Hýðið dökkbrúnt og gljáandi, oddmjótt. Blómgast í júlí. 2n = 80.LÍK/LÍKAR: Mýrasef. Laugasef auðgreind á útstæðari blómhnoðum, gildari blöðum og stönglum, og rauðari blaðslíðrum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000096
Útbreiðsla
Allalgengt um land allt, sjaldgæft á austurlandi og á miðhálendinu (þar við heitar laugar).Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía.