Juncus bulbosus

Ættkvísl
Juncus
Nafn
bulbosus
Íslenskt nafn
Hnúðsef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus kockii F. W. Schultz; Juncus. supinus Moench and many more (long list in IOPI)
Lífsform
Fjölær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í rakri leirefju í skurðum og meðfram tjörnum eða á nokkru dýpi í tjörnum og vatnavikum.
Blómgunartími
Júlí - ág.
Hæð
0.05-0.30 m
Vaxtarlag
Stráin mjúk með bognum liðum og myndar oft hnýði í neðstu blaðslíðrunum við rótarhálsinn. Hæð 5-30 sm eftir vatnsdýpi.
Lýsing
Blöðin stutt, þráðmjó. Þó nokkuð breytileg jurt eftir því hvort hún vex á kafi í vatni eða í rökum jarðvegi. Á kafi myndar sefið þétta kransa af löngum (10-20 sm), hárfínum, þráðmjóum (0, 1-0,5 mm) blöðum, en blómgun er ófullkomin og blómhnoðun stundum blaðgróin. Í leirefju ofan vatnsborðs hefur hnúðsefið styttri og gildari blöð (0,5-1,5 mm), oft töluvert rauðleit. Blómhnoðun eru þá þéttari og reglulegri með þrem til sjö blómum. Blómin í fáum hnoðum á útstæðum leggjum, stundum blaðgróin. Blómhlífarblöðin 6, ýmist rauð eða græn, með glærum eða brúnleitum himnufaldi, ydd. Fræflar þrír, aflangir og ein fræva með þrískipt fræni. Hýðið gulbrúnt, snubbótt, um 3 mm langt, með smábroddi í endann. Blómgast í Júlí.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000105
Útbreiðsla
Algengt á Suðvesturlandi frá Eyjafjöllum norður á Snæfellsnes, annars staðar strjált eða sjaldgæft. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, NV Afríka, Azoreyjar, Madeira og landnemi í Kanada og N Ameríku.