Juncus castaneus

Ættkvísl
Juncus
Nafn
castaneus
Íslenskt nafn
Dökkasef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus castaneus var. pallidus (Hooker ex Buchenau) B. Boivin; J. castaneus subsp. leucochlamys (N. W. Zinger. ex V. I. Kreczetowicz) Hultén; J. leucochlamys N. W. Zinger ex V. I. Kreczetowicz
Lífsform
Fjölær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í mýrum, flögum, við læki eða vatnslitlar uppsprettur.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.30 cm
Vaxtarlag
Jarðstönglar stuttir og grófir með uppréttum, allgrófum stofnblöðum. Stráin gróf með rennulaga blöðum og einu eða stundum tveim eða þrem fjölblóma öxum, sem eru hvert ofan við annað, 10-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin sterkleg, rennulaga, 1-2,5 mm breið. Stoðblaðið stinnt og upprétt og nær upp fyrir axið.Blómhnoðum stór, eitt til tvö, 5-10 blóma, það efra minna en hið neðra. Blómhlífin 6-blaða. Blómhlífarblöðin dökkbrún, oddmjó. Fræflar 6 með gulgræna frjóhnappa. Stuttur stíll með þrískiptu fræni. Hýðið gljáandi dökkbrúnt, mun lengra en blómhlífarblöðin, 5-8 mm á lengd með greinilegri trjónu. Blómgast í júní-júlí. 2n = 40, 60.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000110; http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=222000110
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf og víða ófundin á suður- og vesturlandi, en nokkuð víða í öðrum landshlutum. Algengust á Austurlandi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, Evrópa, Asía, N Ameríka.