Juncus filiformis

Ættkvísl
Juncus
Nafn
filiformis
Íslenskt nafn
Þráðsef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus transsilvanicus Schur
Lífsform
Fjölær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í vel grónum hálfdeigjum, mýrajöðrum, á rökum lækjarbökkum og í gilhvömmum.
Blómgunartími
Júní-júlí (ágúst)
Hæð
0.10 - 0.35 m
Vaxtarlag
Stráin oftast ljósgræn, sívöl, nálarlaga, mörg saman, fremur mjúk og grönn eða aðeins um 1 mm í þvermál, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Fá þéttstæð blómhnoðu í hnapp sem virðist vera á miðju stráinu eða neðar en í rauninni er það stoðblaðið sem blekkir en það er mjög langt í beinu framhaldi af stráinu. Blómhlífin 6-blaða. Blómhlífarblöðin ljósbrún eða grænleit, odddregin,. Fræflar 6 með gulgrænum frjóhirslum. Frævan rauð með bleikt, þrískipt fræni. Aldinin gljáandi, ljósbrún. Ljósgulbrúnt slíður neðst á stönglinum með örstuttum broddi í stað blöðku. Blómgast í júní-júlí. 2n = 84.LÍK/LÍKAR: Hrossanál. Þráðsefið þekkist á fíngerðari stráum, og ljósari blómskipan og stoðblaðið mjög langt eða álíka langt eða lengra en stráið.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=222000133
Útbreiðsla
Sjaldgæf á Suðurlandi en nokkuð algeng í öðrum landshlutum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.