Juncus squarrosus

Ættkvísl
Juncus
Nafn
squarrosus
Íslenskt nafn
Stinnasef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus ellmanii C.E.Hubb., Sandwith & Turrill; Juncus sprengelii Willd.; Juncus squarrosus subsp. ellmanii (C.E.Hubb., Sandwith & Turrill) Maire & Weiller; Juncus squarrosus var. glomeratus Hartm.; Juncus squarrosus var. longibracteatus Zapal.;
Lífsform
Fjölær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í hálfdeigju innan um finnung og mýrastör.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.15 - 0.25 m
Vaxtarlag
Vex í þéttum toppum. Jarðstönglar stuttir með uppréttum, stinnum og seigum stráum. Stráin blaðlaus eða með einu blaði neðst, allt að því þrefalt lengri en stofnblöðin, 15-25 sm á hæð.
Lýsing
Stofnblöðin blöðin gróf og stinn, mörg saman í lauklaga stofnhvirfingu, mjó, útsveigð og lítið eitt rennulaga með breiðum, mógulum slíðrum. Blómin stilkstutt í stuttum og samsettum skúf. Blómhlífarblöðin lensulaga, ljósbrún með breiðum himnufaldi, þau ytri styttri en þau innri. Hýðið gljáandi gulbrúnt, snubbótt með stuttum broddi. Blómgast í júlí. 2n = 42.LÍK/LÍKAR: minnir á dökkasef en blómhlífarblöðin hafa breiðari himnufald, blómskipunin ljósari, aldinin minni og blöðin gróf og stinn.
Heimildir
1,2,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000175
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf tegund, aðeins fundin á tveim svæðum, öðru á Vestfjörðum milli Bjarnarfjarðar syðri og Ófeigsfjarðar og hinsvegar á Austfjörðum milli Fáskrúðsfjarðar og Borgarfjarðar.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Grænland, A N-Ameríka, Tasmanía, Nýja Sjáland og Marakkó.