Kobresia myosuroides

Ættkvísl
Kobresia
Nafn
myosuroides
Íslenskt nafn
Þursaskegg
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Kobresia bellardii (All.) Degel; Carex myosuroides Vill.; Elyna bellardi (All.) Hartm.; Elyna spicata Schrad.; Kobresia scirpina Willd.; Carex bellardii All.;
Lífsform
Fjölær, grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í óræktarmóum og brekkubörðum, einkum áveðurs, þar sem þurrt er og snjódýpt lítil.
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.10 - 0.25 m
Vaxtarlag
Grasleit. Myndar þéttar, litlar þúfur. Stinn og bein strá, mörg saman í þéttum toppum, 15-25 sm á hæð. Stráin með mógljáandi, 3 sm löngum slíðrum, sem standa ár frá ári og dökkna með aldrinum.
Lýsing
Blöðin aðeins neðan til á stráinu, nærri þráðmjó (0,5 mm), stinn, sívöl utan en grópuð. Blómin nakin í stuttum öxum (1,5-2 sm) á stráendum. Öxin ljósmóleit, eitt karlblóm og eitt kvenblóm saman í hverju smáaxi. Axhlífin ljósbrúnleit, með breiðum himnufaldí ofan til. Þrír fræflar og fræva með þnjú fræni. Aldinið ljósbrún hnot, gljáandi, þrístrend, broddydd með stuttri trjónu. Blómgast í júní. 2n = 52, 56–58, 60.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357846; http://www.mun.ca/biology/delta/arcticf/cyp/www/cykomy.htm
Útbreiðsla
Algengt um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.