Lamium album

Ættkvísl
Lamium
Nafn
album
Íslenskt nafn
Ljósatvítönn
Ætt
Lamiaceae (Varablómaætt)
Samheiti
Lamium dumeticola Klokov
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Ílendur slæðingur í hlaðvörpum og görðum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.20-0.40 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir oft stofnsveigðir, allgildir, ferstrendir, fremur grófgerðir, blöðóttir og hærðir, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöð öll stilkuð, gagnstæð, hjartalaga eða egglaga, langydd, gróftennt, hærð, 4-8 sm á lengd. Blómin fremur stór, hvít, stilklaus, nokkur saman í fremur gisnum blómkrönsum úr blaðöxlunum. Krónan einsamhverf, varaskipt, 1,5-2 sm á lengd, ginvíð og áberandi hárakrans innan í krónupípunni. Bikarinn fimmskiptur, grænn með dökkyrjóttum botni, 7-10 mm langur með gleiðglenntum, oddmjóum flipum. Fræflar fjórir með dökkar frjóhirslur undir hjálmi efri krónuvarar. Frævan klofnar í fjóra parta við aldinþroska. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Nokkuð víða hér og þar um landið. Allalgengur slæðingur frá ræktun, einkum frá höfuðborgarsvæðinu austur í Rangárvallasýslu og frá Húnavatnssýslu austur í Eyjafjörð. Annars staðar fátíðari. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía, Mexikó.