Lamium purpureum

Ættkvísl
Lamium
Nafn
purpureum
Íslenskt nafn
Akurtvítönn (Rauðatvítönn)
Ætt
Lamiaceae (Varablómaætt)
Samheiti
Lamium bifidum subsp. albimontanum Rech. fil.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á röskuðum svæðum og hlaðvörpum. Fremur sjaldgæf.
Blómalitur
Purpurarauður
Blómgunartími
Júní-júlí
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar ferstrendir, fremur mjúkir, 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin oft rauðbláleit, mjúk og þunn, gagnstæð, þéttust efst, stilkuð, hjartalaga eða nýrlaga, gróftennt, tennur sljóar, blöðin misstór, 1-4 sm í þvermál. Blómin purpurarauð, allmörg saman úr blaðöxlunum. Krónan einsamhverf, loðin að utan, varaskipt, 10-15 mm á lengd. Bikarinn klofinn í fimm flipa niður að miðju. Bikarfliparnir nær striklaga, oddmjóir, hærðir, gleiðir og útstæðir. Fræflar fjórir. Frævan með einum stíl og frænið er klofið. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Líkist öðrum tvítönnum sem eru slæðingar við bæi. Varpatvítönn (Lamium amplexicaule) hefur kringluleitari blöð, þau efri stilklaus og greypfætt. Garðatvítönn (Lamiurn molucellífolium) eru laufblöðin nýrlaga, og bikarfliparnir hlutfallslega lengri.
Heimildir
9, HKr, http://zipcodezoo.com/Plants/L/Lamium%5Fpurpureum/
Útbreiðsla
Slæðingur sem finnst allvíða á landinu og er líklega orðinn ílendur á höfuðborgarsvæðinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Antarctic, Ástralía og Nýja Sjálad, N Ameríka, N Evrópa, Kanada, Grænland, Indland, Bali, Mexíó, Japan, Kína ov.