Larix sibirica

Ættkvísl
Larix
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Síberíulerki
Ætt
Pinaceae (Furuætt)
Samheiti
Abies ledebourii Rupr.Larix altaica Fisch. ex Parl.Larix ledebourii (Rupr.) CinovskisLarix russica (Endl.) Sabine ex Trautv.Larix sukaczewii DylisPinus ledebourii (Rupr.) Endl.Larix decidua subsp. sibirica (Ledeb.) DominPinus larix var. russica Endl.
Lífsform
Tré, barrviður sem fellir barrið að hausti
Blómalitur
Gulbrúnir kk - purpurarauðir kvk
Blómgunartími
Maí
Hæð
10-20 (-40 erl.) m
Vaxtarlag
Krónan fremur opin en vaxtarlag breytilegt, oft margstofna og margtoppa. Börkur rauðbrúnn og sprunnginn með aldrinum, árssprotar gulhvítir, rákóttir, hærðir í fyrstu. Brumin grábrún, snubbótt. Allar greinar, einnig smágreianar fremur stuttar og uppsveigðar.
Lýsing
Nálar mjúkar, ljósgarænar, 15-30 saman í vöndli á dverggreinum en stakar á árssprotum, 20-50 mm á lengd.Frjókönglar (kk) eru gulbrúnir en frækönglar (kvk) purpurarauðir eða rauðbrúnir, sjaldnar gænleitir en verða síðan fölbrúnir eiða purpurabrúnir við þroska. Þroskaðir könglar stilkstuttir, 25-40mm á lengd, breiðegglaga. Köngulhreistur brúnhærð 20-40 að tölu.
Heimildir
9, HKr, http://zipcodezoo.com/Plants/L/Larix%5Fsibirica/
Reynsla
Mjög harðger og í sambýli v. lerkisvepp (Boletus elegans) Sveppurinn framleiðir köfnunarefni (nitur) og það lerkinu kleyft að þrífast í mjög ófjóum jarðvegi. 50 mismunandi kvæmi eða svo hafa verið reynd en Raivola kvæmið frá Arkangelsk ber af. Algengasta skógarplanta landsins - ræktuð nánast um allt land.
Útbreiðsla
Innflutt til skógræktartilrauna frá 1903 (Gamla Gróðrastöðin Akureyri), og notað mjög víða til gróðursetningar á síðari hluta 20. aldar, og hefur á nokkrum stöðum sáð sér út á síðari árum og því ílent hér. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kína, Mongólía, Rússland