Lathyrus japonicus

Ættkvísl
Lathyrus
Nafn
japonicus
Ssp./var
ssp. maritimus
Höfundur undirteg.
(L.) P.W. Ball, Feddes Repert. 79: 45 (1968)
Íslenskt nafn
Baunagras
Ætt
Fabaceae (Ertublómaætt)
Samheiti
Lathyrus maritimus BigelowPisum maritimum L.Lathyrus linnaei subsp. tournefortii (Lapeyr.) Rouy
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í sandi og sandbornum jarðvegi, oftast nálægt sjó, ýmist við fjörukamba eða uppi á sjávarbökkum.
Blómalitur
Bláfjólublár + rauður fáni
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.20-0.40 m
Vaxtarlag
Upp af jarðstöngli vaxa jarðlægir, strendir stönglar sem geta orðið allt að 40 sm að lengd. Jurtin öll snoðin eða nær hárlaus.
Lýsing
Blöðin blágræn, dálítið kjötkennd með stórum axlablöðum. Blöðin fjaðurskipt með þremur til fjórum smáblaðpörum; smáblöðin sporöskjulaga eða oddbaugótt, 15-20 mm á lengd og um 5-10 mm á breidd, endablaðið og oft næsta blaðpar ummynduð í vafþræði. Axlablöðin skakkhjartalaga eða skakkþrístrend, oft um 1 sm á breidd og 1,5 á lengd.Blómin í 2-6-blóma klasa, fáninn rauður, vængirnir og kjölurinn bláfjólubláir. Blómin einsamhverf, 2-2,5 sm á lengd, oftast tvö til fjögur saman í legglöngum klasa í blaðöxlunum. Krónublöðin 5 með hliðsveigðum fána sem oft er meir en 1 sm á breidd. Bikarinn 8-9 mm á lengd, með 5 tönnum. Fræflar 10. Ein fræva sem verður að stórum, flötum belg. Belgurinn 4-7 sm á lengd, langyddur. Belgirnir stórir, flatir, 4-7 sm á lengd, langyddir. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Giljaflækja. Baunagrasið auðþekkt á stærri og rauðari blómum ásamt færri og breiðari smáblöðum. Baunagrasið vinnur köfnunarefni úr andrúmsloftinu með aðstoð rhizobium gerla á rótarhnúðum. Þannig bætir það jarðveginn eins og ýmsar aðrar tegundir af ertublómaætt. Stórir, hvanngrænir, kringlóttir ræktarblettir eru því víða áberandi á sendnum fjörukömbum, þar sem baunagrasið hefur náð að breiða úr sér, t.d. á Hornströndum. Er eftirsótt af sauðfé en viðkvæmt fyrir beit.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Í hallærum hafa blöð plöntunnar verið brúkuð til manneldis.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Allvíða um land meðfram ströndum landsins í sandi, en einnig á nokkrum stöðum lengra inni í landi, einkum á Suðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka og nyrsti hluti Rússlands