Lathyrus palustris

Ættkvísl
Lathyrus
Nafn
palustris
Íslenskt nafn
Mýraertur
Ætt
Fabaceae (Ertublómaætt)
Samheiti
Lathyrus myrtifolius Muhl. ex Willd.Orobus myrtifolius (Muhl. ex Willd.) A. HallLathyrus palustris subsp. pilosus (Cham.) HultenLathyrus palustris var. linearifolius Ser.Lathyrus palustris var. macranthus (White) Fern.Lathyrus palustris var. meridionalis Butters & St. JohnLathyrus palustris var. myrtifolius (Muhl. ex Willd.) GrayLathyrus palustris var. pilosus (Cham.) Ledeb.Lathyrus palustris var. retusus Fern. & St. John
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í graslendi.
Blómalitur
Rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.15-0.50 m
Vaxtarlag
Stönglar með mjóum himnufaldi, en blaðstilkar án himnufalds, 15-50 sm á hæð.
Lýsing
Smáblaðapör 1-3. Smáblöð mjó, nærri striklaga, blágræn, um 3-4 sm á lengd, broddydd. Blómin blá eða rauðbláleit, í blómfáum klösum, blómin lík og á umfeðmingi. Blómgast í júlí-ágúst.
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf sem vex þó á víð og dreif á láglendi kringum landið. Finnst ekki á Suðausturlandi frá Mýrdal að Fáskrúðsfirði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, temp. Asía