Lathyrus pratensis

Ættkvísl
Lathyrus
Nafn
pratensis
Íslenskt nafn
Fuglaertur
Ætt
Fabaceae (Ertublómaætt)
Samheiti
Orobus pratensis (L.) Döll
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í graslendi, valllendi, blómlendi og kjarri. Fremur sjaldgæf.
Blómalitur
Ljósgurlur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.25-0.60 m
Vaxtarlag
Hárlaus eða mjög smáhærð jurt með fíngerðum, oftast klifrandi stöngli. Stönglar fíngerðir, hvassstrendir, 25-60 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin stakstæð, fjöðruð með aðeins einu fullmynduðu blaðpari, en vafþráðum í endann sem oft vefjast utan um nærliggjandi plöntur. Smáblöðin mjólensulaga, 2-3 sm að lengd, hvassydd. Tvö skakkörlaga og hvassydd axlablöð eru oftast við blaðfótinn.Blómin ljósgul, þéttstæð, í löngum klösum úr blaðöxlum. Hvert blóm um 1,5 sm á lengd, einsamhverf, stuttstilkuð, 6-10 saman í einhliða klasa. Bikarinn um 1 sm á lengd, klofinn niður til miðs í 5 mjóa og odddregna flipa, taugarnar hærðar. Fræflar 10, ein fræva. Aldinið belgur. 2n = 14. Blómgast í júlí-ágúst. Lík/líkar: Engar, auðþekkt á gulum blómum og aðeins einu pari smáblaða.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Á allmörgum stöðum á Suðvesturlandi frá Höfuðborgarsvæðinu austur í Mýrdal. Sjaldgæfar í öðrum landshlutum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía