Leucanthemum vulgare

Ættkvísl
Leucanthemum
Nafn
vulgare
Íslenskt nafn
Freyjubrá
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Chrysanthemum lacustre Brot.Chrysanthemum leucanthemum L.Leucanthemum coronopifolium sensu Willk., non (Vill.) Gren. & GodronLeucanthemum raciborskii M. Popov & Krasch.Leucanthemum subalpinum (Simonkai) TzvelevChrysanthemum leucanthemum subsp. lanceolatum (Pers.) E. MayerChrysanthemum leucanthemum L. subsp. leucanthemumChrysanthemum leucanthemum subsp. montanum (All.) GaudinChrysanthemum leucanthemum subsp. triviale GaudinLeucanthemum vulgare subsp. alpicola (Gremli) A. & D. LöveLeucanthemum vulgare subsp. incisum (Bertol.) ArcangeliLeucanthemum vulgare subsp. montanum (All.) Briq. & Cavillier
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex aðeins sem slæðingur í sáðsléttum, túnum og görðum. Sjaldgæf.
Blómalitur
Hvítar tungur, gulur hvirfill
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.30 - 0.70 m
Vaxtarlag
Fremur stór jurt 30-70 sm á hæð. Stönglar gáróttir, uppréttir og tiltölulega beinir.
Lýsing
Blöðin óskipt, gróftennt, tungulaga eða spaðalaga, snögghærð eða hárlaus. Grunnblöðin mjókka smám saman niður í mjóan stilk, en efri stöngulblöðin stilklaus og greipfætt. Ein toppstæð karfa á hverjum stöngli. Karfan 4-5 sm í þvermál. Geislablómin hvít ca. 3-5 mm á breidd og 1,5-2,5 sm á lengd. Hvirfilblómin gul. Reifablöðin aflöng, græn með dökkbrúnum eða svörtum, himnukenndum jaðri. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Baldursbrá. Freyjubrá hefur mjög líkar blómkörfur en aðeins eina á hverjum stöngli. Þekkist einnig á því að blöðin eru fjaðursepótt eða tennt en ekki fjaðurskipt.
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Nokkuð algengur slæðingur í sáðsléttum og víðar, nú sums staðar orðinn ílendur.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N og S Ameríka, Evrópa, Asía, Ástralía, Nýja Sjáland ov.