Limosella americana GluckLimosella australis R. Br.Limosella aquatica var. americana GluckLimosella aquatica f. terrestris Gluck
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í efju í grunnu vatni, tjarnastæðum og tjarnajöðrum eða leirflæðum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.01-0.05 m
Vaxtarlag
Einær hárlaus jurt, fremur óásjáleg, 1 -5 sm á hæð með jarðlægum skriðulum stönglum. Þar sem þeir festa rætur myndast nýjar blaðhvirfingar.
Lýsing
Blöðin stilklöng (blaðstilkar 2-4 sm), mörg saman í stofnhvirfingu, blaðkan lensulaga eða sporbaugótt, 5-12 mm á lengd og 2-5 mm á breidd.Blómin lítil og stök á alllöngum blómleggjum (5-15mm) úr blaðöxlunum. Krónan fimmdeild, hvít til ljósbleik, um 3 mm í þvermál, bjöllulaga með v-laga flipum. Bikarinn samblaða, grænn. Fræflar fjórir og ein fræva með örstuttum, áföstum stíl. Fræva verður að 2-3 mm löngu, egglaga eða nær hnöttóttu hýðisaldini við þroska. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Blöðin minna á sum blöð flagasóleyjar. Auðþekkt í blóma.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Á flæðum hér og hvar um landið nema á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar aðeins fundin við Goðdal í Bjarnarfirði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Kína, Equador, Grænland, Ukraína, N Ameríka