Limosella aquatica

Ættkvísl
Limosella
Nafn
aquatica
Íslenskt nafn
Efjugras
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
Samheiti
Limosella americana GluckLimosella australis R. Br.Limosella aquatica var. americana GluckLimosella aquatica f. terrestris Gluck
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í efju í grunnu vatni, tjarnastæðum og tjarnajöðrum eða leirflæðum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.01-0.05 m
Vaxtarlag
Einær hárlaus jurt, fremur óásjáleg, 1 -5 sm á hæð með jarðlægum skriðulum stönglum. Þar sem þeir festa rætur myndast nýjar blaðhvirfingar.
Lýsing
Blöðin stilklöng (blaðstilkar 2-4 sm), mörg saman í stofnhvirfingu, blaðkan lensulaga eða sporbaugótt, 5-12 mm á lengd og 2-5 mm á breidd.Blómin lítil og stök á alllöngum blómleggjum (5-15mm) úr blaðöxlunum. Krónan fimmdeild, hvít til ljósbleik, um 3 mm í þvermál, bjöllulaga með v-laga flipum. Bikarinn samblaða, grænn. Fræflar fjórir og ein fræva með örstuttum, áföstum stíl. Fræva verður að 2-3 mm löngu, egglaga eða nær hnöttóttu hýðisaldini við þroska. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Blöðin minna á sum blöð flagasóleyjar. Auðþekkt í blóma.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Á flæðum hér og hvar um landið nema á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar aðeins fundin við Goðdal í Bjarnarfirði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Kína, Equador, Grænland, Ukraína, N Ameríka