Linum catharticum

Ættkvísl
Linum
Nafn
catharticum
Íslenskt nafn
Villilín
Ætt
Linaceae (Línætt)
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í grasbrekkum, gilkinnungum og þurrum móum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10-0.30 (-0.50) m
Vaxtarlag
Einær, fínger planta 10-30 sm á hæð. Stönglar grannir, uppréttir eða uppsveigðir, gisblöðóttir, seigir og greinast ofarlega í margkvíslaðan blómskúf.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, heilrend, hárlaus, , 6-10 mm á lengd, mjóoddbaugótt eða lensulaga. Blómin fimmdeild, hvít með gulum deplum neðst á hverju krónublaði, lítil á löngum blómleggjum, allmörg á hverri plöntu í gisnum kvíslskúf. Krónublöðin um 4 mm á lengd. Bikarblöðin 2,5-3 mm á lengd, með kirtla á röndunum, græn, skarpydd og með skörpum kili. Fræflar fimm og ein fræva, stíllinn fimmskiptur ofan til. Aldinið nær hnöttótt hýði. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
2,3,9,HKr
Reynsla
“Jurtin er beisk á bragðið. Var áður nefnd laxerlín eða laxerurt, enda sögð örva hægðir væri seyði af rótinni drukkið svo tebollum skipti tvisvar á dag.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengt um neðri hluta Suðurlands, á Skarðsströnd, við Eyjafjörð, á Fljótsdalshéraði og hluta af Austfjörðum. Ófundið utan þessara svæða. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Afríka, temp. Asía, Evrópa, N Ameríka og sem slæðingur víðar.