Listera ovata

Ættkvísl
Listera
Nafn
ovata
Íslenskt nafn
Eggtvíblaðka
Ætt
Orchidaceae (Brönugrasaætt)
Samheiti
Basionym: Ophrys ovata L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í lyngmóum, kjarri, skóg- og graslendi.
Blómalitur
Gulgrænleitur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.20-0.45 (-0.60) m
Vaxtarlag
Allstór, grænleit jurt með tveim blöðum neðan stöngulmiðju, oftast neðarlega á stönglinum, 20-45 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin heilrend, gagnstæð, bogstrengjótt, sporbaugótt-egglaga, 6-12 sm á lengd og 2,5-6 sm á breidd.Blómin gulgræn í 5-8 sm löngum, mjög gisnum blómklasa efst á stönglinum. Blómleggir og stöngull kirtilhærður. Blómhlífarblöðin 5, upprétt, grænleit, 3-4 mm á lengd og ljósmóleitri 6-10 mm langri, klofinni neðri vör. Frævan myndar stuttan knapp undir blómhlífinni. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Hjartatvíblaðka. Hjartatvíblaðkan með mun minni, hjartalaga blöð.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf en nokkuð dreifð um landið, ófundin á Norðausturlandi frá Tjörnesi austur í Vopnafjörð. Friðlýst. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Rússland, Kanada, Chad, Evrópa, Indland, Bali, Mexíkó, Nýja Sjáland, Úkraína, N Ameríka ov.