Loiseleuria procumbens

Ættkvísl
Loiseleuria
Nafn
procumbens
Íslenskt nafn
Sauðamergur (Limur)
Ætt
Ericaceae (Lyngætt)
Samheiti
Basionym: Azalea procumbens L.
Lífsform
Dvergrunni, sígrænn
Kjörlendi
Vex í lyngmóum en líka mjög algeng á grýttum rindum til fjalla, einnig í hlíðum og stundum í snjódældum.
Blómalitur
Rauður, bleikur og hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.05-0.10 m
Vaxtarlag
Sígrænn smárunni, jarðlægur með rauðbrúnar trjákenndar greinar. Stönglar þéttir, meira og minna jarðlægir og uppsveigðir til enda, oftast um 5-10 sm á hæð en geta orðið allt að 20 sm á lengd.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, sígræn, stilkstutt, leðurkennd, slétt, hörð og dökkgræn og gljáandi á efra borði, en ljósari á neðra borði, 6-7 mm á lengd og 1,5-2 mm á breidd með niðursveigðum blaðjöðrum og gildu miðrifi, sveigjast svo að það verða aðeins mjóar skorur sitt hvorum megin við rifið að blaðröndunum. Ein djúp skora er yfir miðrifinu á efra borði.Blómin fá saman, blómleggir og bikarblöð dökkrauð en krónublöðin ljósrauð. Blómin um 4-6 mm í þvermál. Krónublöð helmingi lengri en bikar. Krónan samblaða, klofin nær niður til miðs. Bikarinn, djúpklofinn með sljóyddum flipum. Fimm til átta fræflar með dökkum frjóhirslum. Frævan ein með stuttum, beinum stíl. Aldin hýði. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Blaðsprotar minna á krækilyng og eru jafnvel enn líkari fjallabrúðu. Blöð sauðamergs auðþekkt á hinni tvöföldu skoru á neðra borði auk þess sem blöðin eru breiðari en krækilyngsblöð um miðjuna. Auðþekkt í blóma. Blómlitur heldur sér óvenju vel við þurrkun.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Var talinn góð beitarplanta eins og nafnið bendir til. Líka nefndur limur.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengur um allt land nema sjaldgæfur á láglendi Suðurlands frá Ölfusá að Skeiðará. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, NV N-Ameríka, Kanada, Grænland, Evrópa, temp. Asía (Síb.-Jap.), ov.