Lomatogonium rotatum

Ættkvísl
Lomatogonium
Nafn
rotatum
Íslenskt nafn
Blástjarna
Ætt
Gentianaceae
Samheiti
Pleurogyne rotata (L.) Griseb.Lomatogonium rotatum subsp. tenuifolium (Griseb.) Porsild
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex aðallega í deiglendi á grónum bökkum meðfram ám og á áreyrum einkum þar sem sendið er.
Blómalitur
Ljósblár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.05-0.20 (-0.25) m
Vaxtarlag
Fremur lágvaxin einær tegund, 5-18 (-25) sm á hæð. Upp frá rót vaxa nokkrir stinnir, dökkfjólubláir, hárlausir, oft marggreindir stönglar, sem greinast við blaðaxlir, og endar hver grein í einu blómi.
Lýsing
Stofnblöðin spaðalaga, stilklaus. Stöngulblöðin stilklaus, gagnstæð, lensulaga - striklensulaga, 5-20 mm á lengd, hárlaus. Blómin ljósblá. Krónan fimmdeild, 9-15 mm í þvermál. Krónublöðin íhvolf, nokkuð breið, odddregin. Bikarinn djúpklofinn með fimm, mislöngum, mjóum flipum, álíka löngum eða lengri en krónublöðin. Fræflar 5. Ein stíllaus fræva, stór og bláleit. Frænið myndar tvær rákir niður eftir henni endilangri. Blómgast í júlí-ágúst. 2n=10.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt frá öðrum fimmdeildum, bláum blómum, m.a. á yddum krónublöðum (sjá þó dýragras). Frænisrákirnar einkennandi fyrir tegundina.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða á Norður- og Austurlandi, annars fremur sjaldgæf. Algengust í innsveitum á Norðausturlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Hefur mjög sérstæða útbreiðslu utan Íslands; Vex nyrst á Kólaskaga og þaðan austur um norður- og norðausturhluta Asíu og í norðurhluta N-Ameríku og á Grænlandi.