Luzula confusa

Ættkvísl
Luzula
Nafn
confusa
Íslenskt nafn
Fjallhæra
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncoides confusa (Lindeb.) A.Heller; Juncoides hyperborea (R.Br.) Coville; Luzula hyperborea R. Br.; Luzula arcuata subsp. confusa (Lindeb.) O.C.Dahl; Luzula arcuata var. hyperborea (R.Br.) Rink; Luzula confusa var. subspicata Lange; Luzula hyperborea var. extensa Scheutz; Luzula spicata var. kjellmanii Nath.; Luzula arcuata f. confusa (Lindeb.) Kjellm.; Luzula confusa f. normalis Krylov; Luzula confusa f. subspicata (Lange) Krylov;
Lífsform
Fjölær, einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex á melum, móum og flögum hátt til fjalla.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.03 - 0.15 m
Vaxtarlag
Stráin sívöl, blaðlaus eða fáblaða, fíngerð með rauðleitum eða dökkbrúnum slíðrum, 5-15 sm á hæð. Skríður með neðanjarðarrenglum.
Lýsing
Blöðin upprétt og dálítið hærð, 1-2 mm á breidd. Stoðblaðið undir blómskipuninni venjulega örstutt, í mesta lagi 5-10 mm.Stofnblöðin rennulaga, oddhvöss, oftast með nokkur löng hvít hár neðst við blaðfótinn, 1-2 mm á breidd. Blómin standa nokkur saman, eitt stórt legglaust hoða og oftast tvö eða þrjú minni á stinnum, uppréttum leggjum. Frjóhnappar styttri en frjóþræðir. Blómgast í júní-júlí. 2n = 36.LÍK/LÍKAR: Vallhæra. Fjallhæran þekkist best á mun mjórri stofnblöðum.
Heimildir
2, 9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000225; http://www.mun.ca/biology/delta/arcticf/_ca/www/juluco.htm
Útbreiðsla
Allvíða á Norðvestur- og Norðurlandi. Sjaldgæf á austurlandi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel; Arktísk; Nyrstu hlutar Evrópu og N Ameríku og fjöll í N Asíu.