Coronaria flos-cuculi (L.) A. BraunSilene flos-cuculi (L.) Greuter & BurdetLychnis cyrilli K. Richter
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í bröttum brekkum, giljum, klettum og gjótum móti sól.
Blómalitur
Ljósrauður-fölbleikur/brúnrauður bikar
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.20-0.60 m
Vaxtarlag
Upprétt og fremur hávaxin. Líkist dagstjörnu í fljótu bragði. Stönglar háir og grannir, stutthærðir og blöðóttir mjóum, hárlausum eða fínhærðum blöðum.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, lengri og mjórri en á dagstjörnu. Blómin ljósrauð-bleik, krónublöðin áberandi klofin í fjora mjóa, langa flipa. Bikarblöðin samvaxin, rauðbrún með tíu dekkri taugum og oddmjóum tönnum. Munkahettan finnst aðeins á láglendi neðan 200 m.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf og finnst aðeins villt á sunnanverðu landinu frá Fljótshlíð austur í Öræfi. Annars staðar mjög sjaldgæf og aðeins sem slæðingur.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, ílend í N Ameríku