Lycopodium clavatum

Ættkvísl
Lycopodium
Nafn
clavatum
Íslenskt nafn
Burstajafni
Ætt
Lycopodiaceae (Jafnaætt)
Samheiti
Lepidotis clavata (L.) P. Beauv.
Lífsform
Fjölær jafni (gróplanta)
Kjörlendi
Vex innan um lyng.
Blómgunartími
Gróbær í ág.-sept.
Hæð
0.06-0.10 m
Vaxtarlag
Langur, jarðlægur stönglar með mörgum uppsveigðum eða uppbeygðum greinum. Jarðlægu stönglarnir eru 50-80 sm á lengd, en greinarnar 6-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin skarpydd, með langri, hvítri hárburst, einhliða uppsveigð á aðalstönglinum, en ýmist útstæð eða aðfelld á greinunum. Gróöxin gulgræn með löngum stilk, oftast tvö saman. Sjaldan gróbær og þá í ágúst-september. 2n = 68Lík/líkar: Hann líkist fljótt á litið lyngjafna, en þekkist á hároddi (burst) á enda blaðanna og á tveim gróöxum saman á enda grannra, uppréttra greina.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf jafnategund, aðeins fundin á einum stað í landinu, en hann vex innan um lyng á Ormsstaðafjalli í Breiðdal, Austurlandi. Friðuð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N og S Ameríka, Asía, Afríka