Mentha aquatica

Ættkvísl
Mentha
Nafn
aquatica
Íslenskt nafn
Vatnamynta
Ætt
Lamiaceae (Varablómaætt)
Samheiti
Mentha acuta StrailMentha capitata OpizMentha hirsuta HudsonMentha ortmanniana OpizMentha riparia Schreber in Schweigger & Koerte, Fl. Erlang. 2: 6. 1811.Mentha aquatica subsp. caput-medusae Trautm. & Urum
Lífsform
Fjölær jurt
Blómalitur
Rauðbleikur-rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.20-0.50 m
Vaxtarlag
Stinnir, sterklegir, þéttblöðóttir, gófhærðir, ferkantaðir, uppréttir eða skástæðir stönglar, 30-50 sm á hæð en getur orðið hærri við bestu aðstæður. Breiðist jafnt og þétt út með neðanjarðarrenglum (skríður).
Lýsing
Laufblöðin grófhærð, breiðegglaga, tennt og krossgagnstæð og minnka eftir því sem ofar dregur á stönglum. Blómin rauðbleik og minna á blóm blóðbergs. Þau standa þétt saman í aflöngum kolli, og mynda stundum viðbótarhvirfingar neðar. Jurtin hefur sterkan ilm. Talið er að vatnamyntan hafi borizt til landsins snemma á síðustu öld með þýzkum garðyrkjumanni, Fresenius að nafni, en hann kom sér upp ræktunaraðstöðu á Reykjanesi við Djúp. Jurtin öll sterkilmandi.
Heimildir
9, HKr
Reynsla
Hefur verið notuð til lækninga og lyfjagerðar.
Útbreiðsla
Ílendur slæðingur sem aðeins finnst á þremur stöðum við jarðhita. Á Reykjanesi við Djúp, við Einreykjahver á Reykhólum og við Svanshólslaug í Bjarnarfirði. Alfriðuð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Afríka, temp. Asía og Evrópa og talin ílend í N Ameríku