Mertensia maritima

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
maritima
Íslenskt nafn
Blálilja
Ætt
Boraginaceae (Munablómaætt)
Samheiti
Mertensia asiatica (Takeda) J.F.Macbr.Mertensia simplicissima (Ledeb.) G.DonPulmonaria simplicissima Ledeb.Mertensia maritima subsp. asiatica TakedaMertensia maritima var. asiatica (Takeda) Kitag.Pulmonaria maritima L. (basionym)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex aðeins í fjörusandi rétt ofan við flæðarmál. Nokkuð algeng en einungis með ströndum fram.
Blómalitur
Ljósrauðleit í fyrstu - síðar heiðblá
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.10 m
Vaxtarlag
Fjölær, hárlaus jurt með allmarga greinótta og jarðlæga, blöðótta stöngla sem vaxa upp af grófum jarðstöngli. Stönglar verða 10-40 sm á lengd. Bládöggvuð blöð og stönglar en slík er algengt meðal plantna, sem lifa við mikinn saltstyrk. Blöðin gulna oft í endann. Oft er öll plantan meira eða minna rauðfjólublá á að líta.
Lýsing
Laufblöðin 10-25 mm breið, þykk, oddbaugótt eða öfugegglaga, spaðalaga eða nær kringlótt og öll ljósblámenguð. Blómin 5-10 mm í þvermál, í fyrstu ljósrauðleit með bláum æðum en verða síðar heiðblá. Krónan fimmdeild, bjöllulaga, óútsprungnir blómhnappar rauðir. Bikarinn með fremur breiðum, þrístrendum, yddum, hárlausum blöðum. Ein fræva með einum stíl, fræflar 5. Aldin ferkleyft klofaldin. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á blámenguðum, þykkum blöðum, og heimkynnum sínum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Plantan var talin styrkjandi og nærandi og því ráð við hjartveiki og brjóstveiki. Séu ræturnar stappaðar og soðnar í mjólk, þykja þær holl og góð fæða.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng í fjörusandi kringum landið. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka