Minuartia rubella

Ættkvísl
Minuartia
Nafn
rubella
Íslenskt nafn
Melanóra
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Alsine rubella Wahlenb.Arenaria propinqua Richards.Arenaria rubella (Wahlenb.) Sm.Minuartia orthtrichoides Schischk.Tryphane rubella (Wahlenb.) Rchb.Minuartia verna subsp. glacialis (Fenzl) KuvaevAlsine verna var. glacialis FenzlMinuartia rossii var. orthotrichoides (Schischk.) HulténMinuartia rubella var. glabrata (Cham. & Schltdl.) Peschkova
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, skriðum, holtum og í flagsárum í mólendi. Algeng um land allt.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.03-0.10 m
Vaxtarlag
Lágvaxin jurt sem myndar litlar, þéttar þúfur. Margir stönglar á sömu rót, 3-10 sm á hæð. Öll plantan gjarnan með móleitum blæ.
Lýsing
Blöðin mjólensulaga eða striklaga, gagnstæð, með þremur áberandi upphleyptum strengjum.Blómin hvít 4-6 mm í þvermál, blómleggirnir eru a. m. k. helmingi lengri en bikarinn, oft hærðir en stundum hárlausir. Krónublöðin heldur styttri en bikarblöðin sem eru oddmjó, þrítauga, með upphleyptum taugum. Fræflar 10. Ein fræva með þrem stílum, myndar hýðisaldin sem klofnar í þrjár tennur í toppinn við þroskun. Tegundin er all breytileg eftir vaxtarstöðum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Langkrækill & móanóra. Melanóran þekkist frá langkrækli á oddmjóum, þrítauga bikarblöðum, og er yfirleitt ekki eins ljósgræn, heldur móleit. Melanóran þekkist frá móanóru á tiltölulega stuttum blómleggjum, sem oftast eru ofurlítið hærðir og bikarblöðin eru oddhvassari og beinni í toppinn en á móanóru.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Kanda, Grænland, Evrópa - A Rússlands, Japan, Mexíkó.