Minuartia stricta

Ættkvísl
Minuartia
Nafn
stricta
Íslenskt nafn
Móanóra
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Basionym: Spergula stricta SwartzSynonym(s): Alsine stricta (Swartz) Wahlenb.Spergula stricta Swartz
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í deigum holtum og flagsárum í mólendi, einkum til fjalla. Fremur sjaldgæf og finnst helst á Norður- og Norðausturlandi en er sjaldséð eða ófundin í öðrum landshlutum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.03-0.08 m
Vaxtarlag
Öll jurtin er meira eða minna rauðfjólublá. Einblóma, uppréttir eða skástæðir stönglar, gláandi grænir eða fjólubláir með löngum liðum, 3-8 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, snubbótt, taugalaus, striklaga, oftast meira eða minna rauðblá. Blómin hvít, 4-5 mm í þvermál á hárlausum löngum blómleggjum. Krónublöðin og hýðið álíka löng og bikarblöðin. Bikarblöðin taugalaus, ydd, dökkfjólubláleit. Fræflar 10. Frævan með þrem stílum og verður að hýði sem opnast með þrem tönnum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Melanóra. Móanóra þekkist á engum upphleyptum strengjum á blöðunum og á því að bikarblöðin eru ekki eins oddhvöss og oftast ofurlítið krókbeygð í endann.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur strjál, en finnst vítt og breitt inn til landsins og á hálendinu á Norður- og Austurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Kanada, Grænland, Mexíkó, N Evrópa - A Rússlands, Tyrkland