Myosotis stricta

Ættkvísl
Myosotis
Nafn
stricta
Íslenskt nafn
Sandmunablóm
Ætt
Boraginaceae (Munablómaætt)
Samheiti
Myosotis micrantha auct., sensu Med Checkl. Myosotis rigida PomelMyosotis vestita Velen.
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Sendnar brekkur og þurrir melar.
Blómalitur
Dökkblár, hvít við ginið
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.10 m
Vaxtarlag
Lágvaxin, fíngerð, einær, lágvaxin jurt, oftast 5-10 sm en stundum hærri. Stönglar fíngerðir með fáum, lensulaga eða mjóöfugegglaga, snubbóttum blöðum. Blómskipanir eru blöðóttar neðan til.
Lýsing
Fyrir blómgun eru blómin í uppvafinni hálfkvísl sem réttir síðan úr sér og líkist þá klasa. Blómin mjög lítil, krónan aðeins um 2 mm í þvermál, dökkblá, hvít innst við blómginið. Bikarinn fimmtenntur með útstæðum krókhárum, klofinn til miðs eða dýpra. Fræflar fimm. Ein fræva, sem verður að ferkleyfu klofaldini. Aldinleggir aðlægir að stönglinum, miklu styttri en bikarinn. Blómgast í júní-júlí. 2n=48.LÍK/LÍKAR: Gleym-mér-ei. Sandmunablómið þekkist frá henni á örsmáum blómum og örstuttum aldinleggjum (styttri en bikarinn). Kisugras (Myosotis discolor) er sjaldgæfur slæðingur á Suður- og Suðvesturlandi og er það nokkuð líkt sandmunablómi. Það hefur líka örstutta aldinleggi, en þeir eru útréttir eftir að blómin eru fallin, blómin hvít- eða gulleitari.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða á Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi austur fyrir Eyjafjörð. Annars mjög sjaldgæft. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Kanada, Mexíkó, Marakkó, Nýja Sjáland, Evrópa, N Ameríka.