Myriophyllum alterniflorum

Ættkvísl
Myriophyllum
Nafn
alterniflorum
Íslenskt nafn
Síkjamari
Ætt
Haloragaceae (Maraætt)
Lífsform
Fjölær vatnajurt
Kjörlendi
Vex í tjörnum, stöðuvötnum og síkjum.
Blómalitur
Hvítur - oft rauðleitir jaðrar
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.10-0.80 m (eftir vatnsdýpt)
Vaxtarlag
Vatnajurt sem marar að mestu í kafi, en efsti hluti plöntunnar er flotlægur. Blómöxin rísa aðeins upp úr vatnsyfirborðinu. Stönglar langir, 1-2 mm í þvermál, með fjögur laufblöð í kransi með um 2 til 3 sm millibili, (10-) 25-50 (-80) sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin kransstæð, oftast fjögur saman, 1,5-2 sm á lengd. Hvert blað síðan kambskipt í hárfína flipa eða bleðla, svo að það líkist fjöður, blaðfjaðrirnar stakstæðar.Blómin eru í gisnu axi á stöngulendum. Axið drúpir áður en blóm opna sig. Sambýli, kvenblóm neðst, síðan tvíkynja blóm og efst karlblóm. Blómhlífin fjórdeild með bikar og krónu. Krónublöðin eru hvít en oft nokkuð rauðleit á jöðrum. Fræflar 8 og ein fræva. Blómgast í júlí. 2n=28. LÍK/LÍKAR: Vatnamari. Vatnamari líkist síkjamara, en er grófari og stinnari, blaðfjaðrir gagnstæðar og axið upprétt.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allalgeng jurt í síkjum og tjörnum víða um land. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa (Frakkland, Pólland, Svíþjóð)