Myriophyllum sibiricum

Ættkvísl
Myriophyllum
Nafn
sibiricum
Íslenskt nafn
Vatnamari
Ætt
Haloragaceae (Maraætt)
Samheiti
Myriophyllum exalbescens Fern.Myriophyllum magdalenense Fern.Myriophyllum spicatum subsp. exalbescens (Fern.) HultenMyriophyllum spicatum subsp. squamosum Laestad. ex HartmanMyriophyllum exalbescens var. magdalenense (Fern.) A. LoveMyriophyllum spicatum var. capillaceum LangeMyriophyllum spicatum var. exalbescens (Fern.) JepsonMyriophyllum spicatum var. squamosum (Laestad. ex Hartman) Hartman
Lífsform
Fjölær vatnajurt
Kjörlendi
Vex í tjörnum, stöðuvötnum og síkjum. Sjaldgæf.
Blómalitur
Gulhvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.15-0.90 m (eftir vatnsdýpt)
Vaxtarlag
Vatnajurt sem marar að mestu í kafi, en efsti hluti plöntunnar er flotlægur. Blómöxin rísa aðeins upp úr vatnsyfirborðinu. Stönglar langir, 3-4 mm í þvermál og liðir með um 3 sm millibili og fjögur laufblöð í hverjum kransi.
Lýsing
Blöðin kransstæð, fjögur saman. Hvert blað síðan kambskipt í hárfína flipa eða bleðla, fjaðurlík, blaðfjaðrirnar gagnstæðar. Laufin oftast þver fyrir enda og með fleiri en 14 smáblaðapörum.Blaðgreinarnar eru grófar og langar, 1,2-3 sm. Nesti hluti stönglanna ber sérkennandi, aðlæg, niðursveigð blöð (á síkjamara eru stönglar venjulega berir neðan til).Blómin eru í gisnu axi á stöngulendum. Öll blómin kransstæð með stuttum stoðblöðum. Axið ætíð upprétt. Sambýli, kvenblóm neðst, síðan tvíkynja blóm og efst karlblóm. Blómhlífin fjórdeild með bikar og krónu. Krónublöðin eru gulhvít. Fræflar 8 og ein fræva. Blómgast í júlí-ágúst. 2n=14.
Heimildir
1,2,3,9,HKr
Útbreiðsla
Vatnajurt sem finnst allvíða á Norðurlandi frá Skagafirði austur í Öxarfjörð, sjaldgæf utan þess svæðis. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Kína, Skandinavía, Grænland, Indland, Mexíkó, N Ameríka.