Nardus stricta

Ættkvísl
Nardus
Nafn
stricta
Íslenskt nafn
Finnungur
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í graslautum, mýrajöðrum, snjódældum og víðar.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Upp af stuttum jarðstöngli vaxa stuttliðaðir og hlykkjóttir sprotar, sem mynda saman mjög þétta toppa eða þúfur. Stráin gráhvít, upprétt eða skástæð, mörg saman, mjó og stinn, 10-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin stinn, mörg og þétt, samanbrotin, þráðmjó (0,5-1 mm), snörp, með uppvísandi broddum. Slíður móleit, 2-3 sm á lengd. Samöxin bláleit, einhliða, örmjó, 3-5 sm á lengd á stráendum. Smáöxin einblóma, legglaus. Axagnir vantar eða eru örsmáar. Neðri blómögn bláleit, stinn og broddydd, 7-10 mm á lengd. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekktur á vaxtarlagi og grönnu, einhliða axi.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 09 Feb. 2007]
Reynsla
Easily distinguished by the slender, unilateral (spikelike) raceme.
Útbreiðsla
Víðast hvar nokkuð algengur, en sjaldséður á miðhálendinu og á suðurlandi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía, Síbería, Kákasus, S & SA Afríka, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka, S Ameríka, o.v.