Omalotheca norvegica

Ættkvísl
Omalotheca
Nafn
norvegica
Íslenskt nafn
Fjandafæla, grájurt
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Basionym: Gnaphalium norvegicum GunnerusSynonym(s): Gnaphalium norvegicum GunnerusSynchaeta norvegica (Gunnerus) Kirp.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í gróðurmiklum drögum og lautum og bollum til fjalla þar sem snjóþungt er.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.15-0.30 m
Vaxtarlag
Stönglar oftast margir á sama jarðstöngli, eru uppréttir og blöðóttir 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gráleit, þéttlóhærð, einkum á neðra borði þrístrengjótt, 5-10 sm löng, lensulaga, frambreið (8-18 mm) og dragast smátt og smátt saman í stilk. Blöðin jafnan lengst á miðjum stöngli.Körfurnar eru margar í ax- eða klasaleitum skipunum efst á stönglinum.. Blómin mörg saman í litlum (5 mm) körfum. Reifablöðin heilrend, gljáandi, egglaga eða langsporbaugótt, ávöl í endann, græn í miðju, með breiðum, oft svarbrúnum himnufaldi, Krónupípan hárfín, umkringd hvítum svifhárum, hvítleit eða ljós, rauðleit í efri endann, 3-4 mm á lengd, með 5 krónublaðsepum efst, 0,1-0,2 mm í þvermál. Sumar krónurnar breikka efst í 0,5-1 mm breiða klukku. Blómgast hvítum blómum í júlí. LÍK/LÍKAR: Grájurt. Fjandafælan þekkist á frambreiðum, þrístrengjóttum blöðum sem oft eru hærri en blómskipunin (eða jafnhá blómskipuninni).
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Væri fjandafælan borin í höfuðfati, var trúa manna sú, að hún verndaði þá gegn draugum og annarri aðsókn”.
Útbreiðsla
Allvíða á snjóþungum stöðum um norðanvert landið og á Vestfjörðum, sjaldgæfari annars staðar og aðeins á hálendi sunnanlands. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Grænland, Nýfundnaland, Labrador, Evrópa.