Orthilia secunda

Ættkvísl
Orthilia
Nafn
secunda
Íslenskt nafn
Grænlilja
Ætt
Pyrolaceae (Vetrarliljuætt)
Samheiti
Basionym: Pyrola secunda L.Synonym(s): Pyrola secunda L.Ramischia elatior Rydb.Ramischia secunda (L.) GarckeOrthilia secunda subsp. obtusata (Turcz.) BocherPyrola secunda subsp. obtusata (Turcz.) HultenOrthilia secunda var. obtusata (Turcz.) HousePyrola secunda var. obtusata Turcz.
Lífsform
Fjölær jurt (sígræn)
Kjörlendi
Vex í skóglendi, innan um lyng og í gjótum.
Blómalitur
Grænhvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.08-0.15 m
Vaxtarlag
Stönglar uppsveigðir og blöðóttir, einkum neðan til og með nokkrum ljósgrænum hreisturblöðum, 8-15 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin sígræn, ydd, ljósgræn-gulgræn, egglaga, eða oddbaugótt, reglulega smátennt, 1,2-3 sm á lengd, og 1-2 á breidd, þykk og leðurkennd. Lítil, 3-5 mm, oddmjó, ljósgræn hreisturblöð inn á milli laufblaðanna. Blaðstilkur styttri en blaðkan.Blómin gulgræn eða grænhvít, stilkstutt, bjöllulaga, í einhliða, nokkuð þéttum, 2-3 sm löngum klasa á stöngulendanum. Krónan djúpklofin eða nær niður úr, krónublöðin um 5 mm á lengd. Bikarblöðin 1-1,5 mm, snubbótt og smátennt. Fræflar 10 og ein fræva með gildvöxnum, dökkum beinum stíl sem er lengri en krónan og stendur út úr blóminu. og. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Klukkublóm. Grænliljan auðþekkt á einhliða blómklasa, grænleitri krónu, lengri stíl og yddum, smátenntum blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Vetrarlilja og vetrarlaukur eru gömul nöfn, sem einnig voru höfð um klukkublóm og bjöllulilju.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Allvíða í skóglendi við sunnanvert Djúpið og í Barðastrandasýslu á Vestfjörðum, einnig við utanverðan Eyjafjörð og Þingeyjarsýslum austur í Öxarfjörð. Sjaldgæfari annars staðar, en finnst þó dreift um landið. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, S Ameríka, Evrópa, temp. Asía