Oxyria digyna

Ættkvísl
Oxyria
Nafn
digyna
Íslenskt nafn
Ólafssúra (Súrkál. Hrútablaðka, Fjallakál)
Ætt
Polygonaceae (Súruætt)
Samheiti
Basionym: Rumex digynus L.Synonym(s): Rumex digyna L.Oxyria elatior R.Br. ex C.F.W.Meissn. in Wall.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í rökum og lausum jarðvegi, í giljum, klettaskorum, melum og urðum, oft hátt til fjalla og á útkjálkum.
Blómalitur
Grænleitur-rauðleitur
Blómgunartími
Maí-júní
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, ógreindir neðan blómskipunar, blaðlausir eða með 1-2 stilkstuttum blöðum, 15-40 sm á hæð.
Lýsing
Flest blöðin við grunn, mjög stilklöng, þykk, hárlaus nýrlaga, handstrengjótt, 2-6 sm í þvermál. Blaðfótur stöngulblaða myndar slíður um stöngulinn.Blómin smá, mörg saman í alllöngum, greinóttum klasa á stöngulendum. Blómhlífarblöðin, grænleit, nær kringlótt, misstór og fjögur að tölu, 1-2 mm á lengd. Fræflar sex með gulum eða rauðbleikum frjóhirslum. Ein fræva með tveim stílum, frænin rauð, margskipt. Aldinið tvívængjuð hneta, 3-5 mm á lengd. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar, auðþekkt frá öðrum súrum á nýrlaga blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Til eru mörg nöfn á þessari tegund og eru þau flest til orðin í alþýðumunni. Af þeim má nefna: Bergsúra, fjallakál, hofsúra, hrútablaðka, kálsúra, lambasúra og súrkál. Blöðin eru æt. Hefur svipuð áhrif og túnsúra og kornsúra.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng, einkum til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: SV Asía, Evrópa, N Ameríka.