Papaver radicatum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
radicatum
Íslenskt nafn
Melasól
Ætt
Papaveraceae (Draumsóleyjaætt)
Samheiti
Papaver chibinense N. Semen.Papaver dahlianum Nordh.Papaver jugoricum (Tolm.) StankovPapaver polare (Tolm.) Perf.Papaver relictum (E. Lundström) Nordh.Papaver steindorssonianum A. LövePapaver radicatum subsp. brachyphyllum Tolm.Papaver radicatum subsp. dahlianum (Nordh.) RändelPapaver radicatum subsp. hyperboreum Nordh.Papaver radicatum subsp. intermedium (Nordh.) KnabenPapaver radicatum subsp. macrostigma (Nordh.) Nordh.Papaver radicatum subsp. oeksendalense KnabenPapaver radicatum subsp. ovatilobum Tolm.Papaver radicatum subsp. polare Tolm. pro max. partePapaver radicatum subsp. relictum (E. Lundström) Tolm.Papaver radicatum subsp. subglobosum Nordh.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum og í klettum, sendnum jarðvegi, í klettum og rindum.
Blómalitur
Brennisteinsgulur
Blómgunartími
Júní/júlí-ág.
Hæð
0.08-0.20 m
Vaxtarlag
Upp af gildri stólparót rísa beinir eða aðeins sveigðir stönglar, 1 eða fleiri saman, blómstilkar blaðlausir og brúnhærðir, 8-20 sm á hæð. Jurtin öll meira eða minna stinnhærð.
Lýsing
Blöðin í stofnhvirfingum, grófhærð, stilkuð, fjaðurskipt með meira eða minna flipóttum blaðhlutum. Eitt endastætt stórt blóm á stöngulenda. Blómin brennisteinsgul 2,5-3,0 sm í þvermál. Einnig finnast afbrigði með hvít eða bleik blóm t.d. á Vestfjörðum. Krónublöðin fjögur, mun lengri en bikarblöðin, öfugegglaga. Bikarblöðin tvö, sporbaugótt og dökkloðin, falla af um leið og plantan blómgast. Fræflar margir og ein stór (8-12 mm) stíllaus fræva, alsett svörtum, stinnum hárum, með kross- eða stjörnulaga, fjögurra til fimm arma fræni ofan á flötum toppnum. Aldinið er móhært sáldhýði með götum í röð undir þakinu, fræin örsmá og fjölmörg í hverju hýði. Blómgast í júní-ágúst.LÍK/LÍKAR: Garðasól. Garðasól auðþekkt á hárlausum blöðum, margskiptu fræni og á mun stærri blómum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Hún var talin góð við svefnleysi (svefngras), stríðum verkjum og sinateygjum. Af smáskornum blómum má búa til dropa, séu þau látin standa í sterku hvítvíni við yl í viku. Melasól með hvítum og bleikum blómum". (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng á Vestfjörðum og Austfjörðum, einnig allvíða á vestanverðu landinu suður að Skarðsheiði og austur á Skaga. Hátt til fjalla í innsveitum Eyjafjarðar og Skagafjarðar allt suður í Ásbjarnarfell. Sjaldgæf annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, N Ameríka, Evrópa, Grænland