Paris quadrifolia

Ættkvísl
Paris
Nafn
quadrifolia
Íslenskt nafn
Ferlaufungur
Ætt
Trilliaceae (Ferlaufungsætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á skjólgóðum og skuggsælum stöðum í skóglendi, hraunsprungum, gjótum og kjarri.
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.15-0.35 m
Vaxtarlag
Af löngum, láréttum, skriðulum jarðstönglum vaxa stakir, uppréttir ofanjarðarstönglar með kransstæðum blöðum, 15-35 sm á hæð.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Hann er allur eitraður. Þrátt fyrir það var hann notaður til lækninga í öðrum löndum, einkum rótin. Hún er sögð verka sem mótefni við arsenik-og kvikasilfurseitrun. Nöfnin lásagras, skráagras, þjófagras og þjófarót eru dregin af því, að trúa manna var, að lásar hrykkju upp, væri hann borinn að þeim. Oft nefndur ferlaufasmári.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Sjaldgæf jurt sem vex mjög strjált um landið. Flestir fundarstaðir eru á Suðvesturlandi, SuðurÞingeyjarsýslu og á Vestfjörðum. Annars staðar ófundinn eða miklu sjaldgæfari. Friðlýstur.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía