Parnassia palustris

Ættkvísl
Parnassia
Nafn
palustris
Íslenskt nafn
Mýrasóley
Ætt
Parnassiaceae (Mýrasóleyjaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í snöggu valllendi, mólendi, rökum flögum og ýmiss konar votlendi. Mjög algeng um land allt.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Jurt, 5-20 sm á hæð. Ógreindir, strendir, hárlausir stönglar, hver með einu blaði neðan miðju og einu endastæðu blómi.
Lýsing
Grunnblöðin í stofnhvirfingu, egglaga til hjartalaga, heilrend, hárlaus, oft með litlum broddi, mjög langstilkuð og er stilkurinn lengri en blaðkan. Blómin eru stök á stöngulendanum, 1,5-2 sm í þvermál, Krónublöðin snubbótt, hvít með dekkri æðum. Bikarblöðin u.þ.b. helmingi styttri en krónublöðin. Fræflarnir 5 með ljósleitum-hvítum, áberandi frjóhnöppum. Ein fjórblaða fræva og fimm kambgreindir, gulgrænleitir hunangsberar áberandi á milli fræflanna. Blómgast í júní-júlí. Í mörgum heimildum skráð í Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).LÍK/LÍKAR: Engar. Nafnið mýrasóley passar fremur illa við þessa jurt. Hún er náskyld steinbrjótum og alls ekki af sóleyjaætt og auk þess má geta að hún vex fremur á þurrlendi en í mýrum hérlendis.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
”Plantan er sögð skaðleg augum en te af henni þótti gott við lifrar-og miltisbólgu, kvefi og brjóstþyngslum. Lifrarurt er gamalt heiti hennar.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt frá fjöru til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Afríka, temp. Asía, Evrópa, N Ameríka, Grænland, Arktísk