Persicaria amphibia

Ættkvísl
Persicaria
Nafn
amphibia
Íslenskt nafn
Tjarnablaðka
Ætt
Polygonaceae (Súruætt)
Samheiti
Persicaria amurensis Nieuwl.Polygonum amphibium L.Polygonum amurense (Korsh.) Vorosch.Persicaria amphibia subsp. amurensis (Korsh.) SojákPolygonum amphibium subsp. amurense (Korsh.) HulténPersicaria amphibia var. amurensis (Korsh.) H.HaraPolygonum amphibium var. amurense Korsh.
Lífsform
Fjölær vatnajurt
Kjörlendi
Grunn stöðuvötn eða stórar tjarnir.
Blómalitur
Ljósrauður-rauðbleikur
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.20-0.40 m
Vaxtarlag
Stórvaxin, hárlaus vatnajurt, 20-40 sm. Jarðstöngull ber eina eða fleiri ógreindar stöngulgreinar.
Lýsing
Blöðin flotlæg, stakstæð, mjóegglaga eða lensulaga, stór, 4-15 sm á lengd og 1,5-3 sm á breidd, heilrend, grágræn eða nokkuð rauðleit, stilkuð og slíðurfætt. Blaðkan með áberandi miðstreng og reglulegum hliðarstrengjum. Blómin fimmdeild í þéttu axi efst á stönglinum. Krónublöðin ljósrauð-rauðbleik að lit, snubbótt. Fræflar 5, frævan með tveim stílum, samvöxnum neðst og upp undir miðju. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Auðþekkt í blóma en líkjast óblómguð nykru. Aðgreind á greinilega fjaðurstrengjóttum blöðkum, sem oftast eru þverar í grunninn. Nykrur allar með bog- eða beinstrengjótt blöð.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf og hefur aðeins fundist á þremur stöðum hérlendis, við Hofgarða á Snæfellsnesi, í Gaulverjabæjartjörn í Flóa þar sem hún nú er útdauð, og að lokum í Kakkarvatni í Flóa.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Mexikó, N Ameríka, S Ameríka, Evrópa, Asía, Afríka.