Phalaris arundinacea

Ættkvísl
Phalaris
Nafn
arundinacea
Íslenskt nafn
Strandreyr
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Digraphis arundinacea (L.) Trin.Phalaroides arundinacea (L.) RauschertTyphoides arundinacea (L.) Moench
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Frjótt graslendi
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.50 - 1.50 m
Vaxtarlag
Hávaxin, upprétt grastegund sem breiðist nokkuð hratt út með jarðrenglum.
Lýsing
Blöðin fremur breið, löng og snörp. Blöðin hvítröndótt á afbrigðinu 'Picta', annars græn.Punturinn þéttur, aflangur, dálítð einhliða, fjóllubláleitur. Smáöxin þétstæð, axagnir týtulausar. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 28
Heimildir
2,3,9, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 27 Mars 2007; 15:30 GMT]
Útbreiðsla
Slæðingur á ýmsum stöðum, sums staðar farinn að ílendast. Bæði um að ræða hvítröndótt afbrigði sem slæðist frá ræktun, en einnig venjulegan strandreyr. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka, Kanda, Arktísk, Mexíkó, S Ameríka.