Phegopteris connectilis

Ættkvísl
Phegopteris
Nafn
connectilis
Íslenskt nafn
Þríhyrnuburkni
Ætt
Thelypteridaceae (Þríhyrnuburknaætt)
Samheiti
Phegopteris polypodioides Fée, Thelypteris phegopteris (L.) Sloss., Lastrea phegopteris (L.) Bory, Dryopteris phegopteris (L.) C. Chr.
Lífsform
Fjölær burkni (gróplanta)
Kjörlendi
Vex í gjótum, hraunsprungum, kjarri og stundum við laugar. Sjaldgæfur.
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Upp af láréttum, grönnum og greinóttum, skriðulum jarðstönglum vaxa tvífjaðurskiptar, gisstæðar blöðkur. Blaðstilkurinn með ljósbrúnu hreistri, tvöfalt til þrefalt lengri en blaðkan sem er nær þríhyrnd í laginu vegna þess að hliðarsmáblöðin lengjast jafnt niður eftir blöðkunni. Hæð 10-30 sm.
Lýsing
Blaðkan, grágræn, hvíthærð báðum megin, þríhyrnd og oddmjó. Neðsta blaðparið oftast lengst og vísar oft meira niður en hin. Smáblöð annarrar gráðu fjaðurskipt, lensulaga, stilklaus, oft tennt á neðstu blaðpörum, annars heilrend. Gróblettir kringlóttir, í röðum neðan á blaðröndum smáblaðanna, án gróhulu. Gróin með einu kirtilhári og einu bursthári. 2 n = 90LÍK/LÍKAR: Engar; auðþekktur frá öðrum burknum á hinni þrístrendu lögun blöðkunnar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200004057
Útbreiðsla
Allvíða á vestanverðu landinu, en sjaldséður eða ófundinn annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía, Ástralía, Grænland, Tonga ov.