Phippsia algida

Ættkvísl
Phippsia
Nafn
algida
Íslenskt nafn
Snænarfagras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Agrostis algida C.J. Phipps; Phippsia foliosa V.N.Vassil.
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex ætíð í rökum jarðvegi, í flögum, á melum og flæðum leysingavatns hátt til fjalla, finnst einnig á áreyrum.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.02 - 0.10 m
Vaxtarlag
Lágvaxið, hárlaust háfjallagras, sem vex í nokkuð þéttum smáþúfum. Stráin jarðlæg, uppsveigð eða upprétt. 2-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mjúk, snubbótt með stuttri og snubbóttri slíðurhimnu, oft móleit, 1-2 mm á breidd og stefnislaga í endann. Slíðurhimnan aðeins um 1 mm. Punturinn stuttur, grannur og axleitur, gulgrænn en verður oft gráfjólublár. Smáöxin yfirleitt einblóma, sjaldan tvíblóma, um 1 mm á lengd. Axagnir örsmáar (0,2-0,5 mm), og himnukenndar, og oft vantar aðra þeirra og stundum báðar. Blómagnir lengri (1-1,5 mm) og breiðari, grænar eða fjólubláar með ljósbrúnum himnujaðri, mjóegglaga án greinilegra tauga, snubbóttar, skertar eða yddar í endann. Frjóhnapparnir oftast tveir, aðeins um 0,5 mm á lengd. Aldin egglaga. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Vatnsnarfagras. Minnir á smávaxið vatnsnarfagras, en er ekki með eins skriðular renglur og neðri blómögnin er taugalaus.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 05 Feb. 2007]
Reynsla
Recalls small Whorl-grass, but lacks rooting runners, the lemma nerveless.
Útbreiðsla
Allvíða á Miðhálendinu og til fjalla á Norðurlandi og á Austfjörðum. Sjaldgæft annars staðar, ófundið á Suðvestur- og Suðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N & A Evrópa, temp. Asía, Síbería og A USSR, N Ameríka, Kanada, Arktísk.