Phyllodoce caerulea

Ættkvísl
Phyllodoce
Nafn
caerulea
Íslenskt nafn
Bláklukkulyng
Ætt
Ericaceae (Lyngætt)
Samheiti
Basionym: Andromeda caerulea L.
Lífsform
Dvergrunni (sígrænn)
Kjörlendi
Vex í mólendi og lyngdældum. Sjaldgæf.
Blómalitur
Rauðfjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.08-0.15 m
Vaxtarlag
Ein af fegurri og sérstæðari jurtum landsins. Sígrænn smárunni, oftast um 8-15 sm á hæð en stundum meir. Stönglar uppsveigðir, marggreindir og þéttblöðóttir, trékenndir neðan til.
Lýsing
Blöðin sígræn, 4-7 mm á lengd en 1 mm á breidd, striklaga, snubbótt, með örsmáum tannörðum á blaðjöðrum. Jaðrar blaða niðurorpnir og mætast við miðrákina á neðra borði.Blómleggir og bikar eru dumbrauðir og kirtilhærðir. Blómin sitja 2-5 saman á 1-3 sm löngum leggjum á endum greinanna.Krónan rauðfjólublá með 5 örstutta krónuflipa. Hún er samblaða, klukkulaga, nokkuð belgvíð en þrengri í opið, 7-9 mm á lengd en 4-5 mm í þvermál. Bikarblöðin dökkrauð, 3-4 mm á lengd, kirtilhærð, langþríhyrningslaga, ydd. Blómgast í júní-júlí. 2n=24.LÍK/LÍKAR: Krækilyng. Bláklukkulyngið líkist því mjög óblómgað, blöðin þó heldur grófari, en í blóma er það auðþekkt.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða á útskögunum beggja megin Eyjafjarðar, einnig fundið á Tjörnesi, við Loðmundarfjörð og Borgarfjörð fyrir austan. Ófundið annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni: Pólhverf með eyðum þó; t.d. Grænland, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Asía, Alaska, Japan, Kórea, Rússland..