Upp af skriðulum jarðstönglum vaxa stinnir, beinir stönglar, 25- 40 sm á hæð, bursthærðir ofan til.
Lýsing
Blöðin græn, allbreið og oftast snubbótt, hærð en með fáum stjarnhárum. Körfur í samsettri skipan. Blómin rauð eða rauðgul, oft með fjólublárri slikju. Biður dökkar, alsettar kirtilhárum og bursthárum. Blómgast í júlí-ágúst. 2n=36
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Ræktaður til skrauts víða um land, og sáir sér út og er víða að ílendast. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Skandinavía, Nýja Sjáland, N Ameríka, Stóra Bretland.