Pilosella islandica

Ættkvísl
Pilosella
Nafn
islandica
Íslenskt nafn
Íslandsfífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Hieracium islandicum.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Graslendi, bollar og brekkur.
Blómalitur
Fagurgulur.
Blómgunartími
Júní-júlí (ágúst).
Hæð
20-35 cm
Vaxtarlag
Fremur lágvaxinn fífil, náskyldur undafífluml. Stöngullinn greindur allra efst, með löngum (5-7 mm), stífum, svörtum hárum. Körfur endastæðar.
Lýsing
Körfur 2-2,5 sm í þvermál, með fagurgulum tungukrónum. Fræflar 5 samgrónir í hólk utan um stílinn sem er klofinn í toppinn. Reifablöðin græn með svörtu miðrifi og löngum hárum, öll upprétt. Blöðin í stofnhvirfingu, um 8 sm löng, lensulaga, nær heilrend, með löngum randhárum og örsmáum tannörðum. Til er afbrigði af íslandsfífli með eldrauðum blómum sem nefnist roðafífill (Pilosella aurantiaca eða Hieracium aurantiacum). Hann hefur eitthvað verið ræktaður í görðum, og slæðist auðveldlega þaðan. Því finnst hann sums staðar villtur í grennd við bæi.LÍK/LÍKAR: Undafíflar. Helsta einkennið eru hin löngu, stinnu hár á stöngli og blöðum ásamt randhárum á blöðum, og 2-3 þéttstæðum körfum efst. Auðþekktur frá skarifífli og túnfífli á blöðunum.Source: ESFEDS Edinburgh, export date: May 11, 1996Name: Hieracium islandicum (Lange) Dahlst.Nomencl. ref. Acta Horti Berg. 2(4): 15 (1894)Rank: SpeciesStatus: UNRESOLVEDGeography: IsSourceStatusDesignation: P
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Hann er algengur á láglendi um allt land, oft upp í 400 m hæð. Hæst fundinn í köldum jarðvegi í 500 m hæð í Stórahvammi inn af Austurdal í Skagafirði. Á hálendinu hefur hann fundizt ofar á nokkrum stöðum við jarðhita, a.m.k. upp í 580 m. (Hkr.)Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ekki vitað