Plantago lanceolata

Ættkvísl
Plantago
Nafn
lanceolata
Íslenskt nafn
Selgresi
Ætt
Plantaginaceae (Græðisúruætt)
Samheiti
Plantago glabriflora SakaloPlantago lanuginosa Bast.Plantago eriophora Hoffmanns. & LinkPlantago sphaerostachya (Mert. & W. D. J. Koch) Kern.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í gras- og blómlendi. Nokkuð víða syðst á landinu, annars mjög sjaldgæf. Selgresið er hitakær jurt sem vex aðallega í brekkum mót suðri undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, þar sem meðalhiti er einna hæstur. Um norðanvert landið vex það eingöngu við jarðhita.
Blómalitur
Móleitur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.15-0.35 m
Vaxtarlag
Stönglar hærðir, blaðlausir, uppréttir eða uppsveigðir, strendir, miklu lengri en blöðin, 15-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin öll stofnstæð og stilklöng. Blaðkan lensulaga og smágistennt, ydd, bogstrengjótt, 5-12 sm á lengd, og 1-2 sm á breidd og dragast niður í langan, grópaðan blaðstilk sem ávallt er mun styttri en blaðkan.Blómin smá, þétt saman í stuttu, nær kringlóttu axi á löngum legg, axleggir mikið lengri en blöðin. Krónan móleit, himnukennd, 4 mm löng, klofin til miðs í fjóra flipa. Fliparnir yddir. Bikarblöðin um 2-3 mm á lengd, dökkbrún efst, himnukennd neðan til með grænni miðtaug. Fræflar fjórir, frjóhirslur gulhvítar (stundum dökkgular), 2-3 mm á lengd. Frævan með einum, alllöngum stíl. Blómgast í júlí. 2n=12.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Hefur sömu áhrif og græðisúra. Nöfnin fuglatunga, sauðatunga og svínarót hafa verið höfð um tegundina”. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algengt undir Eyjafjöllum, Vestmannaeyjum og Mýrdal. Annars aðeins sem sjaldæfur slæðingur við jarðhita, þó ílent í köldum jarðvegi í nágrenni við Reyki í Fnjóskadal. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Bhutan, Bolívía, Brasilía, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Ástralía, Chíle, Kongó, Kosta Ríka, Dominisak Lýðveldið, Equador, Eþíópía, Grikkland, Grænland, Haiti, Indland, Ísrael, Jamaika, Japan, Líbanon, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Pakistan, Nýja Gínea, Perú, S Afríka, Taívan, Tanzanía, Tyrkland, Túrkmenistan, N Ameríka og Venesúela.