Plantago maritima -

Ættkvísl
Plantago
Nafn
maritima -
Íslenskt nafn
Kattartunga
Ætt
Plantaginaceae (Græðisúruætt)
Samheiti
Plantago salsa Pall. Plantago schrenkii K.Koch Plantago krascheninnikowii Ye.V.Serg. Plantago juncoides Lam.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í óræktarjörð, melum, móum, holtum og klettum við sjó og lengra inni í landí, á deigum árbökkum og sjávarfitjum.
Blómalitur
Móleitur - óásjáleg blóm
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.30 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir, aðhærðir, blaðlausir, hæð 5-30 sm.
Lýsing
Blöðin öll í stofnhvirfingu, heilrend, 1-3 strengjótt, striklaga eða ofurlítið rennulaga, þykk, kjötkennd og snörp viðkomu, 3-5 mm á breidd og 10-20 sm á lengd, oftast stutthærð en stundum hárlaus. Blómin fjórdeild, smá og ósjáleg, í alllöngu sívölu axi á stöngulendum, axleggirnir eru töluvert lengri en blöðin. Krónupípan hærð, ljósgrænleit, krónufliparnir fjólubláleitir með breiðum himnufaldi. Bikarblöðin græn, himnurend. Bikarflipaoddarnir rauðleitir, snubbóttir og randhærðir. Fræflar fjórir með gulum frjóhirslum. Ein fræva með einum stíl. Aldinið er aflangur baukur, um 2-3 mm langur með tveimur fræjum, opnast með þverrifu svo að fræin komist út. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
2,9, HKr, http://zipcodezoo.com/Plants/P/Plantago_maritima_var._juncoides/
Reynsla
“Nafnið kattartunga er af blöðum dregið en sumir nefna plöntuna fuglatungu”.
Útbreiðsla
Algeng við strendur um land allt, allra síst á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Armenía, Ástralía, Bólivíka, Kanada, Chile, Kína, Kólumbía, Kosta Ríka, Kýpur, Evrópa, Færeyjar, Grænland, Hondúras, Indland, Balí, Japan, Mexíkó, Nýja Sjáland, S Afríka, Tyrkland, N Ameríka ov.