Platanthera hyperborea

Ættkvísl
Platanthera
Nafn
hyperborea
Íslenskt nafn
Friggjargras
Ætt
Orchidaceae
Samheiti
Habenaria hyperborea (L.) R. Br.Limnorchis hyperborea (L.) Rydb.
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í margskonar jarðvegi t.d. í gróskumiklu mólendi, bollum og gilbrekkum.
Blómalitur
Ljósgrænn-gulgrænn
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15-0.30 m
Vaxtarlag
Forðaræturnar sívalar og ógreindar. Stönglar uppréttir eða aðeins uppsveigðir, blöðóttir, yfirleitt með 3-6 blöð, 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru stakstæð, ydd og greipfætt. Neðstu blöðin eru lensulaga eða oddbaugótt, en minnka og mjókka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, þau neðstu 5-10 sm löng og 10-18 mm á breidd. Blómhlífin ljósgræn eða gulgræn,. Blómin varaskipt, endastæð í löngum, axleitum klasa sem mjókkar eftir því sem ofar dregur. Blómhlífarblöðin sex. Þrjú blöð mynda hvelfda efri vör, tvö vísa niður á við og til hliðar en eitt óskipt blað vísar beint niður. Niður úr blómhlíf gengur langur bjúglaga spori, nær jafnlangur blómhlífinni. Blóm yfirsætið og því er frævan undir blómhlífinni, snúin og rifjuð. Fræin örsmá, afar mörg í hverju hýði. Blómin anga lítið að deginum en að kveldi leggur af þeim sterkan nellikuangan. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Hjónagras. Friggjargras auðþekkt á óskertu miðblaði neðri varar og grófari og gulgrænni blómskipun.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengt um land allt, frá fjöru til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Tegundin vex ekki annars staðar en hér á norðurlöndum en er útbreidd um stærsta hluta N – Ameríku, Grænland, og austurhluta Asíu (HKr).