Poa alpina

Ættkvísl
Poa
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjallasveifgras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Poa elbrussica Timpko
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í grýttum jarðvegi, í mólendi og klettabeltum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.35 m
Vaxtarlag
Þéttþýfð, renglulaus grastegund, stráin upprétt eða uppsveigð, beinvaxin með mörgum, þéttstæðum og oftast alllöngum, grænum eða visnuðum stofnblöðum, en uppi á stráinu eru blöðin vanalega mjög stutt, 10-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin á stráinu tiltölulega stutt og breið, oddurinn í lögun eins og stefni á bát. Slíðurhimnan oft um 2 mm, blaðsprotar innan slíðurs við stofninn. Blaðslíðrin og stráin eru lík á lit og punturinn.Punturinn keilulaga, gisinn, oftast blaðgróinn (Poa alpina f. vivipara L.) og breytilegur að lit, græn- eða dálítið bláleitur, ljósrauðblár eða dökkfjólublár, 2-8 sm á lengd. Smáöxin tví- til fimmblóma. Allar agnirnar eru breiðegglaga, 3-4 mm með skörpum kili, oftast fjólubláar, þrítauga. Neðri blómagnirnar fjólubláar ofan til en grænar neðan til með móleitum eða hvítum himnufaldi. Blómgast í júní-júlí. 2n = 22, 28, 32, 33, 34, 35, 42, 44, 58.Tvö afbrigði eru hér á landi, var. vivipara L. sem hefur blaðgróinn punt, og var. alpina sem ekki er blaðgróið. Síðarnefnda afbrigðið vex einkum á láglendi. LÍK/LÍKAR: Óblaðgróið fjallasveifgras líkist vallarsveifgrasi en þekkist á mun breiðari stöngulblöðum, og á því að það er ekki með skriðular renglur.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025982
Útbreiðsla
Algengt um land allt, síst þó á láglendi á Suðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kína, Afghanistan, Indland, Japan, Nepal, Rússland, Evrópa, N Ameríka, Grænland, Tyrkland ov.