Poa glauca

Ættkvísl
Poa
Nafn
glauca
Íslenskt nafn
Blásveifgras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
P. aspera Gaudin, P. caesia Sm., P. balfourii auct., P. conferta Blytt, P. glauca Vahl ssp. balfourii auct., P. glauca Vahl ssp. conferta (Blytt) Lindm.
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í grýttri óræktarjörð á melum, rindum og í klettum. Algeng um land allt.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.35 m
Vaxtarlag
Stráin allstinn, oftast í þéttum toppum, uppsveigð, ská¬stæð eða upprétt, oft talsvert bogin, oftast blöðótt upp að miðju, en sjaldan ofar, snörp. Stráin og blöðin bládöggvuð og silfurgrá, stráin aðeins með blöðum upp að miðju, 10-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin frekar mjó, langydd og standa út frá stráinu,1,5-3 mm á breidd. Slíðurhimnan 1-2 mm á lengd, snubbótt.Punturinn bláleitur, fremur mjór, breiðir úr sér við blómgunina, en leggst svo aftur saman, 4-8 sm á lengd. Smáöxin blágráleit, rauðblá eða blámóleit með 3-5 blómum. Axagnir með skörpum kili, þrítauga, oddmjóar, 3-4 mm á lengd. Neðri blómögn hærð neðan til og á taugum. Blómgast í júní-júlí. 2n=42, 56, 70.LÍK/LÍKAR: Lotsveifgras & kjarrsveifgras. Lotsveifgrasið er með grænna, með mýkri strá og punturinn aðeins lotinn. Kjarrsveifgras er grænna, með fleiri og grennri strá, punturinn minna greindur og með færri smáöxum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=250033604
Útbreiðsla
Mjög algengt um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, temp. A & M Asía, N Ameríka, Grænland, Arktísk, A Kanada, N Ameríka, S Ameríka ov.