Poa nemoralis

Ættkvísl
Poa
Nafn
nemoralis
Íslenskt nafn
Kjarrsveifgras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex einkum í urðum, hraunum og runnlendi.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15 - 0.75 m
Vaxtarlag
Lausþýfð. Stráin oftast mörg saman, en mismunandi þétt, grönn og beinvaxin, aðeins lítið eitt sveigð neðst, með brúnleitum hnjám og blöðum langt upp eftir, 15-75 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin ljósgræn, mjóslegin og fremur lin. Slíðurhimnan stutt, snubbótt eða nær þverstýfð. Punturinn mjór og gisinn. Smáöxin oftast blómfá, stundum aðeins tvíblóma, gulgræn, bláleit eða blámóleit. Axagnirnar ná langt upp á smáaxið. Blómgast í júní-júlí. 2n = 14, 35, 70.LÍK/LÍKAR: Blásveifgras. Tegundin ekki auðgreind frá blásveifgrasi en er grænni, með fleiri og grennri strá, punturinn minna greindur og með færri smáöxum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200026017
Útbreiðsla
Á víð og dreif um landið, ófundið á svæðinu frá Þistilfirði austur til Vopnafjarðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Asía, Evrópa, ílend í N Ameríku.